Í tengslum við upphaf sölu íbúða að Hverfisgötu 85-93 hefur Rauðsvík ehf. opnað kynninga- og söluvef fyrir uppbyggingaverkefni á Baróns- og Laugavegsreit. Nánari upplýsingar um einstök verkefni er að finna á vefnum Vitaborg.is.

Með tilliti til sögu svæðisins var ákveðið að kynna verkefnið undir nafninu Vitaborg. Vitaborg vísar annarsvegar til vitans sem Vitastígur og Vitatorg taka nafn sitt frá, en vitinn stóð á lóðinni þar sem Hverfisgata 85 stendur nú. Vitaborg vísar hinsvegar til Bjarnaborgar sem stendur í hjarta hverfisins að Hverfisgötu 83 og er fyrsta fjölbýlishús landsins.

Það er því gaman að segja frá því að við Hverfisgötu 83 og 85 standa hlið við hlið elsta og yngsta fjölbýlishús landsins.