Skipulagssvæði05_03

Húsin

line6

Hverfisgata 85 - 93

Fimm hæða nýbygging með 70 íbúðum og tveim atvinnurýmum á jarðhæð við Hverfisgötu. Húsið er 5.399 m2 ofanjarðar og um 3.800 m2 í bílakjallara og geymslum. Alls 9.200 m2.

Í húsinu eru 57 tveggja herbergja íbúðir, 12 þriggja herbergja og ein fjögurra herbergja. Stærð íbúða er á bilinu 44 – 122 fermetrar. Bílastæði í bílakjallara fylgja öllum íbúðum .

Tvö atvinnurými eru á jarðhæð við Hverfisgötu. Annað er um 290 fermetrar en hitt um 340 fermetrar þar sem hluti er í kjallara.

Reiknað er með að íbúðir og atvinnubil fari í sölu í mars 2019.

Áætluð verklok og afhending íbúða er í nóvember 2019 eða fyrr.

HVERFISGATA-85
92takka2

Hverfisgata 92

Þriggja til fimm hæða nýbygging með 24 íbúðum og einu atvinnubili á jarðhæð við Hverfisgötu. Húsið er um 2.800 m2 ofanjarðar og um 2.100 m2 í bílakjallara og geymslum. Alls 4.900 m2.

Í húsinu eru 5 tveggja herbergja íbúðir, 12 þriggja herbergja og 7 fjögurra herbergja. Stærð íbúða er á bilinu 74 – 149 fermetrar. Bílastæði í bílakjallara fylgja öllum íbúðum.

Á jarðhæð við Hverfisgötu er 113 fermetra atvinnubil.

Áætluð verklok og afhending íbúða er í júní til ágúst 2021.

Hverfisgata 88 – 90

Þriggja til fjögurra hæða endurgerð eldri húsa sem áður stóðu við Hverfisgötu 90 – 92. Í húsinu verða 5 íbúðir og eitt atvinnubili á jarðhæð við Hverfisgötu. Húsið er um 700 m2 með 4 þriggja herbergja íbúðum, einni 5-6 hergergja íbúð auk atvinnibils á jarðhæð.

Reiknað er með að íbúðir og atvinnubil fari í sölu um mánaðarmótin júní – júlí 2020.

Áætluð verklok og afhending íbúða er í sept. 2020.

HVERFISGATA-88-90_2
Vitaþorp

Vitaþorp

Almenn lýsing: Um er að ræða gömul hús sem verða gerð upp eða endurgerð á vesturhluta Laugavegsreits. Húsin eru Hverfisgata 84, 86 og 86a, Vitastígur 7, 9 og 9a og Laugavegur 67a. Öll húsin eru skilgreind undir íbúðir og/eða atvinnustarfsemi. Á Hverfisgötu 84 er skilgreint atvinnurými á jarðhæð. Í húsunum eru samtals um 20 íbúðir. Áætluð verklok eru breytileg eftir húsum, allt frá áramótum 2018/2019 til áramóta 2020.

Skúlagata 30

Í húsinu verða gisti- eða almennar íbúðir. Húsið verður alls 3.850 m2 að stærð. Þar af eru geymslur og stoðrými í kjallara um 517 m2 og bílakjallari um 550 m2.

Gert er ráð fyrir 35 íbúðum í húsinu. Þar af eru 29 tveggja herbergja, 4 þriggja herbergja og 2 fjögurra herbergja íbúðir. Á jarðhæð og í kjallara við Skúlagötu verður um 240 m2 atvinnurými.

Áætluð verklok og afhending er á árinu 2021.

Skúlagata_30

HAFA SAMBAND

atli@arcticlandmark.is

Sími: 551 7107

Allt myndefni birt með fyrirvara -
byggingarnefndarteikningar gilda

vitaborg_footer_logo

Vefvinnsla og hönnun: ONNO ehf.