Hverfisgata 84

Hverfisgata 84 komin í sölu

Eftir gagngerar endurbætur er húsið að Hverfisgötu 84 komið í sölu. Í húsinu eru tvær íbúðir, á miðhæð og í risi. Á jarðhæð er atvinnuhúsnæði en þar var áður verslunin Varmá sem margir muna eftir.

Óhætt er að segja að engu hafi verið til sparað við endurbætur á húsinu en þær voru unnar í samvinnu við Minjastofnun og borgaryfirvöld. Hverfisgata 84 er hluti af fallegri húsaþyrpingu eldri húsa á svæði sem afmarkast af Laugavegi, Vitastíg, Hverfisgötu og nýrri göngugötu sem gerð verður milli Hverfisgötu og Laugavegs.

Í nágrenni hússins er unnið við endurbætur fleiri eldri húsa. Þau munu skapa sérstaka og glæsilega þyrpingu sem gengur undir nafninu Vitaþorp hjá byggingaraðila.

Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar með glæsilegum innréttingum og gólfefnum. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Vitaborg.is og hjá fasteignasölunum Mikluborg, Eignamiðlun og Landmark.

Ibúð 101

Birt flatarmál m² 53.7
Verð SELD

Ibúð 201

Birt flatarmál m² 75.4
Verð SELD

Ibúð 301

Birt flatarmál m² 56.6
Verð SELD

Húsið var upphaflega byggt árið 1905 og stendur vel á horni Vitastígs og Hverfisgötu og er þar til mikillar prýði.

HAFA SAMBAND

atli@arcticlandmark.is

Sími: 551 7107

Allt myndefni birt með fyrirvara -
byggingarnefndarteikningar gilda

vitaborg_footer_logo

Vefvinnsla og hönnun: ONNO ehf.