Sala Hverfisgötu 85 – 93 hafin.

Sala er að hefjast á 70 nýjum og vönduðum íbúðum að Hverfisgötu 85-93. Íbúðirnar eru staðsettar á besta stað í hjarta nýs íbúða- og atvinnuhverfis í miðborg Reykjavíkur. Í næsta nágrenni eru matvöruverslanir, sérverslanir, veitingastaðir, kaffihús og öll sú þjónusta, mannlíf og menning sem miðborgin hefur upp á að bjóða. Söluaðilar eru fasteignasölurnar Eignamiðlun, Miklaborg og Landmark.

Húsið er fimm hæðir með 70 íbúðum og tveim atvinnurýmum á jarðhæð við Hverfisgötu. Í húsinu eru 57 tveggja herbergja íbúðir, 12 þriggja herbergja og ein fjögurra herbergja. Stærð íbúða er á bilinu 44 – 122 fermetrar. Bílastæði í bílakjallara fylgja öllum íbúðum. Nánari upplýsingar er hægt að finna á Vitaborg.is.

Hverfisgata 85-93 hefur gengið undir nafninu Vitaborg hjá framkvæmdaraðilum, enda stóð gamli vitinn sem Vitastígur og Vitatorg eru nefnd eftir á lóðinni þar sem nýja húsið er risið.