SALA HVERFISGÖTU 92 HAFIN
24 nýjar og vandaðar íbúðir í hjarta Reykjavíkur
Sala er að hefjast á 24 nýjum og vönduðum íbúðum að Hverfisgötu 92. Íbúðirnar eru staðsettar á besta stað í hjarta nýs íbúða- og atvinnuhverfis í miðborg Reykjavíkur. Í næsta nágrenni eru matvöruverslanir, sérverslanir, veitingastaðir, kaffihús og öll sú þjónusta, mannlíf og menning sem miðborgin hefur upp á að bjóða. Söluaðili er Miklaborg.
24 íbúða bygging í þremur stigahúsum og skiptist í A, B og C hús. Á milli húsanna er góður inngarður sem er opinn á móti suðri og vestri. Bílastæði í sameiginlegri bílageymslu fylgja öllum íbúðum. Batteríið Arkitektar sáu um hönnun hússins og hefur verið vandað til verka. Gamli stíllinn sem einkennir miðbæinn hefur fengið að halda sér í bland við nútímalegar byggingar sem falla vel að heildarmynd miðborgarinnar. Stærðir íbúða eru frá 68,8 m2- 146,4 m2.
Vitaborg
Rauðsvík ehf. stendur fyrir mikilli uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur á svæði sem afmarkast af Laugavegi í suðri, Skúlagötu í norðri, Barónsstíg í austri og Vitastíg í vestri.
Um er að ræða einstaka og heildstæða uppbyggingu á stóru svæði í miðborginni. Saman fléttast nútímalegar byggingar við endurgerð eldri húsa.
Hellulagðir göngustígar verða gerðir á svæðinu, annarsvegar frá Laugavegi niður á Hverfisgötu, og einnig frá Hverfisgötu niður á Skúlagötu. Áhersla er á að umhverfi verði í vistvænum stíl með listskreytingum á völdum stöðum.
Á vegum Rauðsvíkur ehf. er gert ráð fyrir uppbyggingu um 180 íbúða á svæðinu í ýmsum gerðum húsa. Verslunarhúsnæði verður á götuhæð við Hverfisgötu og nýtt hótel á gatnamótum Skúlagötu og Vistastígs.
Mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni var framundan þegar hafist var handa við að skipuleggja reitinn. Lagt var upp með að arkitektúr yrði fjölbreyttur, að húsin féllu vel að umhverfinu, styrktu enn frekar miðborgarmyndina og þá fjölbreyttu uppbyggingu sem unnið er að í nærumhverfinu. Leitast var við að brjóta byggingarnar upp sjónrænt til að þær féllu vel að núverandi götumynd Hverfisgötu og Skúlagötu.
Rauðsvík fékk til liðs við sig sex virtar arkitektastofur til að skoða svæðið og hvaða möguleikar væru í nýtingu þess. Í framhaldinu skiluðu stofurnar inn tillögum sínum að húsum við Hverfisgötu. Óhætt er að segja að mikill metnaður hafi verið lagður í þær tillögur sem fram komu og úr vöndu að velja. Niðurstaðan varð sú að samið var við tvær stofur um hönnun á grundvelli tillagnanna. Batteríið Arkitektar hönnuðu Hverfisgötu 88 - 90 og 92. Arkþing hannaði húsin við Hverfisgötu 85 og Skúlagötu 30, auk þess að vinna með Rauðsvík við endurgerð eldri húsa á Laugavegsreit.
Síðar var samið við KRark um hönnun Skúlagötu 26. Með þessum þremur öflugu stofum, auk T.ark sem vann deiliskipulagið, náðist að flétta saman einstaklega skemmtilegt hverfi. Framkvæmdir eru þegar komnar vel á veg og þegar má sjá tvö glæsilega endurgerð hús á Hverfisgötu 84 og 86.Viðhald og endurgerð friðaðra húsa er unnin í samráði við Minjastofnun Íslands og Reykjvíkurborg.
Öll verkfræðihönnun húsa við Hverfisgötu eru í höndum Lotu ehf., en við Skúlagötu 26 eru verkfræðihönnuðir New Nordic Engineering og Krabbenhoft & Ingolfsson. Byggingastjórn og gæðaeftirlit er í höndum Eflu ehf.
Í MIÐPUNKTI MANNLÍFS
Húsin eru frábærlega staðsett í miðborg Reykjavíkur (101). Í næsta nágrenni eru matvöruverslanir, sérverslanir, veitingastaðir, kaffihús og öll sú þjónusta, mannlíf og menning sem miðborgin hefur upp á að bjóða. Við Lindargötuna er einnig að finna félagsmiðstöð fullorðinna þar sem fram fer faglegt og öflugt starf í skemmtilegu umhverfi. Hverfið liggur ákaflega vel við samgöngum og styður því mjög vel við bíllausan lífsstíl fyrir þá sem það kjósa. Góður merktur hjólastígur er á Hverfisgötu og út við Sæbraut er nýr hjólastígur sem auðvelt er að hjóla á hvort sem ferðinni er heitið austur að Elliðaá eða niður að Hörpu. Miklar og góðar almenningssamgöngur eru um Hverfisgötu og steinsnar er í samgöngumiðstöðina við Hlemm sem einnig hefur að geyma hina skemmtilegu og fjölbreyttu Mathöll.
Með tilkomu Borgarlínu, sem ákveðið hefur verið að hefjast handa við, mun almenningssamgöngukerfið við svæðið styrkjast enn frekar og auka enn á þægindi íbúa í húsunum. Þótt almenningssamgöngur séu einstaklega góðar á svæðinu þá eru einnig góðar aðkomuleiðir að svæðinu um stofnbrautina Sæbraut, sem og um Snorrabraut. Næg bílastæði eru í nágrenninu og má þar nefna bílastæðahúsið við Vitatorg.
Í þægilegu göngufæri er fjöldi áhugaverðra staða í miðborginni. Þar má nefna verslanir við Laugaveg, listasöfn, Hörpu, Lækjartorg, Arnarhól, Sundhöll, fjármálahverfi í Borgartúni auk fjölda veitingastaða. Þótt húsin séu í hjarta borgarinnar er stutt á marga stóra vinnustaði s.s. Landspítala, Stjórnarráð, stjórnsýslubyggingar, háskóla og menntaskóla. Möguleikarnir eru óþrjótandi sem gefur íbúum mögleika á að njóta alls þess besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða.
HAFA SAMBAND
atli@arcticlandmark.is
Sími: 551 7107
Allt myndefni birt með fyrirvara -
byggingarnefndarteikningar gilda
VEFKORT
Vefvinnsla og hönnun: ONNO ehf.