Skipulagssvæði4

*Reykjavíkurborg hefur samþykkt nýtt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir heimild til að byggja við austurgafl Hverfisgötu 85-93. Hverfisgötu 85-93 ehf er ekki kunnugt um hvort né hvenær af þvi verður.
Gert er ráð fyrir torgi vestan Barónsfjóss sem verður nýtt almannarýni með veitinga- og þjónustustarfsemi. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér deiliskipulagið á vef Reykjavíkurborgar.

Skipulagssvæði

line6

Árið 2015 gerðu Rauðsvík ehf. og Reykjavíkurborg samkomulag um gerð nýs deiliskipulags um uppbyggingu á Laugavegsreit og Barónsreit. Breytingar frá eldra deiliskipulagi voru umtalsverðar. Heimilt byggingamagn á reitunum var minnkað, lögð var áhersla á verndun eldri húsa, háhýsum sem til stóð að byggja við Skúlagötu var fækkað úr þrem í eitt. Rauðsvík samþykkti að gera göngustíga og kosta listskreytingar á reitunum. Í samræmi við samkomulagið var samþykkt deiliskipulag fyrir báða reitina á árið 2016.

Á Laugavegsreit verða eldri hús á vesturhluta reitsins vernduð auk þess sem önnur verða endurbyggð. Hús sem stóð við Laugaveg 73 hefur þegar verið flutt yfir á Hverfisgötu 86A. Nýbygging að Hversfisgötu 92 eru hönnuð með hliðsettum mænisþökum og inngörðum og er ætlað að brúa á ákveðinn hátt breytingu á húsagerð frá steyptum nýbyggingum á austurhluta reitsins yfir í gömul timburhús á vesturhluta hans. Jafnframt verður lögð ný hellulögð göngugata fyrir almenning frá Laugavegi niður á Hverfisgötu. Lögð er áhersla á að vinna með fjölbreytt garðrými á reitnum.

Á Barónsreit var horfið frá því að rífa Skúlagötu 28 þar sem Kex hostel er til húsa. Jafnframt var fyrirhugðum háhýsum við Skúlagötu fækkað úr þrem í eitt, en það mun standa að Skúlagötu 26. Almennar íbúðir verða við Vitastíg og Hverfisgötu, en gististarfsemi við Skúlagötu. Sérstök innkeyrsla að Skúlagötu 28, 30 og 32-34 auk Hverfisgötu 85 verður milli Bjarnaborgar og Skúlagötu 26 og verður leitast við hanna hana í anda vistgötu. Göngugatan frá Laugaveginum tengist inn á lítið torg fyrir aftan Bjarnarborg, þaðan sem göngustígur liggur milli Bjarnaborgar og Hverfisgötu 85 niður á Skúlagötu, framhjá Kex hostel og í gegnum fyrirhugað Radisson Red hótel. Efstu hæðir nýbygginga verða almennt inndregnar til að bæta birtu og andrými á reitnum.

Skipulag sem Rauðsvík ehf. vinnur eftir nær ekki til lóða við Barónsstíg 2-4 og Skúlagötu 36, en þessar lóðir eru austast á Barónsreit. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt nýtt deiliskipulag á þessum lóðum þar sem m.a. er gert ráð fyrir heimild til að byggja nýtt hús við austurgafl Hverfisgötu 85. Gert er ráð fyrir torgi vestan Barónsfjóss sem verður nýtt almannarými með veitinga- og þjónustustarfsemi. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér deiliskipulagið á vef Reykjavíkurborgar.

HAFA SAMBAND

atli@arcticlandmark.is

Sími: 551 7107

Allt myndefni birt með fyrirvara -
byggingarnefndarteikningar gilda

vitaborg_footer_logo

Vefvinnsla og hönnun: ONNO ehf.